Bjórtónlist á Enska barnum

Föstudaginn 11. nóvember heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar síðbúið Oktoberfest á Enska barnum, Flatahrauni 5b í Hafnarfirði.

Þar verða fluttir valdir slagarar úr hinni víðfrægu grænu möppu LH, en hún geymir það allra besta í þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl. Hér er einstakt tækifæri til að heyra tónlistina sem spiluð er á Oktoberfest í München ár hvert.

Lúðrasveitin byrjar að spila um kl. 20:30 en á undan mun Enski barinn bjóða upp á létt snakk í þýskum anda með bjórnum. Það er því tilvalið að mæta tímanlega og hita aðeins upp áður en allt byrjar.