Vortónleikar 2017

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafnarborg laugardaginn 1. apríl kl. 17:00.

Bróðurpartur verkanna á efnisskránni var saminn fyrir leiksvið eða hvíta tjaldið; þar er um að ræða kvikmyndatónlist eftir John Williams og Danny Elfman, tónlist Claude-Michels Schoenberg úr Vesalingunum, og kafla úr svítu fyrir sviðshljómsveit eftir Dmítríj Sjostakóvítsj. Að auki verða flutt lög eftir Astor Piazzolla, Chick Corea og fleiri.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 1500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar