Hausttónleikar lúðrasveitarinnar

Hausttónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju fyrsta vetrardag, laugardaginn 27. október kl. 14:00.

Á efnisskránni eru verk Leonards Bernstein áberandi, en um þessar mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Básúnu- og klarinettudeildirnar munu fá að sýna hvað í þeim býr í Sweet trombone rag eftir Al Sweet og Pie in the face polka eftir Henri Mancini. Einnig verður flutt Svíta fyrir lúðrasveit eftir Gustav Holst, vel valdir marsar og fleira.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð á tónleikana er 1500 krónur. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum og við innganginn fyrir tónleikana.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-bjórgarðinum
Þessi föngulegi hópur verður á tónleikum 27. október kl. 14:00.