Fyrsta æfing vetrarins

Fyrsta lúðrasveitaræfing á nýju starfsári verður haldin í Tónkvísl mánudaginn 31. ágúst kl. 20. Allir gamlir og nýir félagar eru velkomnir.

Sumarfrí

Að loknum hátíðahöldum 17. júní er lúðrasveitin farin í sumarfrí.

Æfingar hefjast aftur í lok ágúst/byrjun september.

Gleðilegt ár

Starfsemin er nú að fara í gang eftir jólafríið.

Fyrsta æfing ársins 2015 verður í kvöld, mánudaginn 5. janúar.

Fyrsta æfing haustsins

Sumarfríið er senn á enda. Fyrsta æfing starfsársins 2014-2015 verður haldin mánudaginn 1. september kl. 20:00.
Gamlir og nýir félagar eru velkomnir.

Hollandsferð lokið

Lúðrasveitin er nú komin heim úr vel heppnuðu ferðalagi um Holland og Belgíu.

Þar með er sveitin komin í sumarfrí, en æfingar hefjast aftur með haustinu, í byrjun september.

Holland heillar

Æfingar eru nú hafnar af fullum krafti fyrir stóru Hollandsferðina, en lúðrasveitin mun dvelja við leik og störf í Amersfoort í Hollandi dagana 18. til 25. júní.

Áður en að því kemur mun sveitin þó taka þátt í hátíðahöldum sjómannadagsins og 17. júní.