Lúðraþytur í Hörpu

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Norðurljósum, Hörpu þriðjudaginn 18. mars kl. 20:00.

Þetta eru fimmtu og síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Lúðraþytur í Hörpu, sem lúðrasveitir af suðvesturhorni landsins hafa staðið fyrir í vetur. Lúðrasveitin verður ekki ein á ferð, því hún hefur fengið Flensborgarkórinn til liðs við sig, undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, og mun kórinn syngja nokkur lög með lúðrasveitinni.

Á efnisskrá tónleikanna verða nýleg lúðrasveitaverk fyrirferðarmikil. Má þar meðal annars nefna verkin Suite Arktica II eftir Pál Pampichler Pálsson og Sleep eftir Eric Whitacre. Einnig verða leiknir hefðbundnir Sousa-marsar.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 2000 krónur. Miða á tónleikana má kaupa á vefsíðunni miði.is og á heimasíðu Hörpu.

Gleðileg jól!

Lúðrasveit Hafnarfjarðar óskar lúðurþeyturum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Fyrsta æfing á nýju ári verður mánudagskvöldið 6. janúar kl. 20.

Fyrsta æfing vetrarins

Fyrsta æfing starfsársins verður í Tónkvísl mánudagskvöldið 2. september klukkan 20:00. Vetrardagskráin, sem er fjölbreytt og spennandi, verður nánar kynnt á æfingunni. Allir gamlir og nýir félagar eru velkomnir – sérstaklega slagverksleikarar.

Hlé á æfingum

Formlegum æfingum LH er lokið í vetur. Þó má reikna með að boðað verði til æfinga fyrir spilamennskurnar á Sjómannadaginn og 17. júní.

Aðalfundur LH

Aðalfundur Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Tónkvísl mánudaginn 28. janúar 2013 kl. 20:00. Dagskráin er svohljóðandi:

  • Skýrsla stjórnar
  • Lagabreytingar, ef skriflegar tillögur koma fram um þær fyrir fundinn.
  • Kjör stjórnar, tveggja endurskoðenda og annarra embættismanna ef við á.
  • Önnur mál.

Lagabreytingatillögur skal senda til stjórnar á netfangið ludrasveit@ludrasveit.is í síðasta lagi á miðnætti sunnudagsins 27. janúar. Þangað má líka senda tilkynningar um framboð í embætti eða tillögur að öðrum málum.

Gleðilegt ár!

Lúðrasveit Hafnarfjarðar óskar félögum og aðdáendum gleðilegs nýárs með þökk fyrir þau liðnu.

Jafnframt minnum við á að fyrsta æfing á nýju ári verður í Tónkvísl mánudaginn 7. janúar kl. 20. Þangað eru allir gamlir og nýir félagar velkomnir!