Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Tónleikarnir

Tónleikarnir verða í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 6. febrúar kl. 16:00. Allir þurfa að mæta í síðasta lagi kl. 14:00 svo hægt sé að stilla upp fyrir upptöku á tónleikunum, gera hljóðprufu og þess háttar. Klæðnaður sparilegur, svartur og hvítur við svarta vel pússaða spariskó.
Enginn aðgangseyrir verður á tónleikana.

Partýið um kvöldið verður í sal Verkís, Suðurlandsbraut 4, og hefst með fordrykk kl. 19:30. Borðhald hefst svo kl. 20:00. Miðinn kostar 2000 kr. á mann og innifalið í því verði er maturinn, fordrykkur og gos. Bjór og léttvín verður selt á kostnaðarverði.

Miðar í partýið verða seldir á æfingunum 1. og 3. febrúar.

Enn betri mæting!

Enn fleiri mætu á æfinguna í kvöld heldur en á fyrstu æfinguna. Núna voru tæplega 60 spilarar mættir til leiks.
Allar stöður eru núna mannaðar frábærum spilurum og því ekkert því til fyristöðu að halda stórtónleika 6. febrúar næstkomandi.

Næsta æfing verður mánudaginn 18. janúar í Tónkvísl.

Góð mæting!

Vel var mætt á fyrstu æfinguna fyrir afmælistónleika LH nú í kvöld. Í Tónkvísl voru saman komnir um 45 blásarar sem spiluðu í gegnum nokkur af þeim lögum sem flutt verða á afmælistónleikunum.

Eins og staðan er núna vantar helst flautur til að fullmanna hljómsveitina. Það þurfa því allir sem flautu geta valdið að mæta á æfingu næsta mánudag, 11. janúar, klukkan 20:00.