Sumarið er búið

Nú líður að lokum sumarfrís hjá Lúðrasveitinni.

Fyrsta æfing starfsársins verður haldin í kvöld, 26. ágúst, klukkan 20:00. Gamlir og nýir félagar eru velkomnir.

Verkefnin framundan

Nú standa yfir æfingar og undirbúningur fyrir næstu tónleika lúðrasveitarinnar.

Þeir verða haldnir 16. febrúar og hefur lúðrasveitin fengið til liðs við sig Kór Öldutúnsskóla og Pollapönk til að vera með á tónleikunum.

Nánari upplýsingar verða birtar í fyllingu tímans. Fylgjast má með framvindu mála hér á vefnum og á Facebook-síðu lúðrasveitarinnar

Nú er komið hrímkalt haust

Sumarfrí lúðrasveitarinnar er nú senn á enda.

Fyrsta æfing haustsins verður haldin í Tónkvísl í kvöld, mánudaginn 3. september. Ýmislegt spennandi verður á dagskrá komandi starfsárs og verður nánar sagt frá því þegar þar að kemur.

Gamlir og nýir félagar eru velkomnir á æfingu.

Vorið er komið

Starfsemin verður með minna móti nú í maí, að loknum vel heppnuðum vortónleikum.

Áður en sumarfrí brestur á kemur lúðrasveitin fram við hátíðahöld sjómannadagsins og 17. júní og verður nánar sagt frá því þegar nær dregur.

Áhugasamir geta því fylgst með starfseminni hér á vefnum og á Facebook-síðu lúðrsasveitarinnar.

Fyrsta æfing starfsársins

Sumarfríið er senn á enda og komið að því að blása rykið af lúðrunum.

Fyrsta æfing starfsársins 2017-2018 verður haldin í Tónkvísl mánudaginn 28. ágúst klukkan 20:00.

Nýir og gamlir félagar eru velkomnir.

Fyrsta æfing ársins

Gleðilegt ár!

Það er kominn tími til að blása jólarykið af lúðrunum.

Fyrsta æfing ársins 2017 verður haldin í kvöld, mánudaginn 9. janúar, klukkan 20:00.

Nýir og gamlir félagar eru velkomnir.