Sumarfrí

Í gær, mánudaginn 26. júní, lauk vel heppnaðri, vikulangri tónleika- og skemmtiferð um München, Salzburg og nágrenni, þar sem lúðrasveitin heillaði Bæjara og nærsveitunga með undurfögrum lúðrablæstri.

Þar með er sveitin komin í sumarfrí. Æfingar hefjast aftur í lok ágúst.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-bjórgarðinum
Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner bjórgarðinum.

In München steht ein Hofbräuhaus

Skyldustörfum þjóðhátíðardagsins er nú lokið hjá lúðrasveitinni.

Sveitin er þó ekki farin í sumarfrí, því mánudaginn 19. júní verður haldið í tónleika- og skemmtiferð til Münchenar, þar sem dvalið verður í eina viku.

Haldnir verða fernir tónleikar í borginni og nágrenni hennar og einir í Salzburg í Austurríki. Tónleikadagskráin er eftirfarandi:

Ráðhúsið í München
Ráðhúsið í München. Mynd: Wikipedia.

Hollandsferð lokið

Lúðrasveitin er nú komin heim úr vel heppnuðu ferðalagi um Holland og Belgíu.

Þar með er sveitin komin í sumarfrí, en æfingar hefjast aftur með haustinu, í byrjun september.

Stóra Hollandsferðin er hafin

Lúðrasveitin er nú um það bil að leggja af stað í tónleika- og skemmtiferð um Niðurlönd. Dvalið verður í bænum Amersfoort í Hollandi frá 18.-25. júní.

Föstudaginn 20. júní kl. 16:00 verður spilað á Sint-Baafsplein í Gent í Belgíu.

Laugardaginn 21. júní verður markaðsdagur í Amersfoort. Lúðrasveitin leikur þá á tveimur stöðum: Euterpeplein-torginu kl. 13:00 og á Groenmarkt-torginu kl. 16:00.

Sunnudaginn 22. júní kl. 11:00 verður leikið á Wagenwerkplaats í Amersfoort. Tónleikahluta ferðalagsins lýkur svo með spilamennsku á 17. júní-fagnaði Íslendingafélagsins í Mondriaan Scouting klukkan 13:00 þennan sama dag.