Ljósanótt

Starfsemin er nú farin í gang að loknu sumarfríi.

Fyrsta framkoma lúðrasveitarinnar á þessu starfsári verður á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Þar tekur sveitin þátt í Árgangagöngunni laugardaginn 3. september.

Gangan leggur af stað klukkan 13:30 og gengið verður niður Hafnargötu í Reykjanesbæ.

Sautjándi júní

Samkvæmt venju verða hátíðarhöld í Hafnarfirði í dag, í tilefni þjóðhátíðardagsins.

Lúðrasveitin fer fyrir skrúðgöngu, sem leggur af stað frá Hamrinum klukkan 13:00. Gengið verður niður Hringbraut í átt að Læknum, beygt inn Lækjargötu og Strandgötu og endað á Thorsplani.

Að göngu lokinni verður svo komið við á Austurgötuhátíðinni, þar sem við leikum nokkur létt lög.

Nálgast má alla hátíðardagskrána á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn er í dag og mun lúðrasveitin að vanda taka þátt í gleðinni.

Klukkan 10:00 verða leikin nokkur lög fyrir utan Hrafnistu í Hafnarfirði.

Klukkan 13:50 komum við svo fram á hátíðardagskrá við Flensborgarhöfn.

Áhugasamir geta kynnt sér dagskrá sjómannadagsins nánar á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Kröfuganga

Samkvæmt venju mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila í kröfugöngu verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði 1. maí.

Safnast verður saman fyrir utan ráðhús Hafnarfjarðar kl. 13:30, þar sem lúðrasveitin leikur nokkur létt lög.

Kröfugangan fer svo af stað kl. 14:00. Gengið verður að Flatahrauni 3 og verður komið þangað um kl. 14:30.

LH á Ljósanótt

Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun líkt og undanfarin ár taka þátt í Árgangagöngunni á Ljósanótt í Reykjanesbæ, laugardaginn 5. september. Gangan hefst kl. 14.