Hausttónleikar LH, Flensborgarkórsins og Kórs Flensborgarskólans

Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Flensborgarkórinn og Kór Flensborgarskólans halda sameiginlega hausttónleika laugardaginn 25. nóvember kl. 14:00. Tónleikarnir verða haldnir í nýju húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, Hvaleyrarbraut 32, gengið inn frá Lónsbraut. (Hér má sjá staðinn á korti).

Tónlist úr kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum verður fyrirferðarmikil á efnisskránni, meðal annars úr Söngvaseiði, Amistad, Stjörnustríði og Harry Potter – ýmist flutt af lúðrasveitinni, kórunum eða öllum saman.

Stjórnendur á tónleikunum eru Hrafnhildur Blomsterberg og Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri. Vegna takmarkaðs sætaframboðs er best að nálgast miða í forsölu hjá félögum kóranna eða lúðrasveitarinnar.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Flensborgarkórinn og Kór Flensborgarskólans
Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Flensborgarkórinn og Kór Flensborgarskólans