Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner-garðinum í München í júní 2023.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-garðinum í München í júní 2023.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar blæs til vortónleika laugardaginn 20. apríl næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir í Víðistaðakirkju og hefjast þeir kl. 14:00.

Á efnisskránni verður tónlist úr ýmsum áttum: íslensk lög, dixieland, marsar og kvikmyndatónlist. Fluttar verða nýjar útsetningar Rúnars Óskarssonar og Eiríks Rafns Stefánssonar á íslenskum slögurum úr smiðjum Stuðmanna og Magnúsar Eiríkssonar, og Kristín Þóra Pétursdóttir leikur einleik í Clarinet on the Town eftir Ralph Hermann.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook.

Vortónleikar Lúðrasveitarinnar

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju miðvikudaginn 5. júní kl. 20:00.

Á efnisskránni verða lög úr ýmsum áttum; marsar, kvikmyndatónlist, djass og fleira. Meðal annars verður leikinn Tjarnarmars Páls Pampichlers, svo og tónlist eftir Henri Mancini úr kvikmyndunum The great race og Breakfast at Tiffany‘s – en Kristinn Svavarsson mun stíga fram og blása sóló í laginu Moon river úr síðarnefndu myndinni. Einnig verður flutt tónlist eftir Philip Sparke, Jan van der Roost, Duke Ellington og fleiri.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 1500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-garðinum í München.