Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Tónleikarnir

Tónleikarnir verða í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 6. febrúar kl. 16:00. Allir þurfa að mæta í síðasta lagi kl. 14:00 svo hægt sé að stilla upp fyrir upptöku á tónleikunum, gera hljóðprufu og þess háttar. Klæðnaður sparilegur, svartur og hvítur við svarta vel pússaða spariskó.
Enginn aðgangseyrir verður á tónleikana.

Partýið um kvöldið verður í sal Verkís, Suðurlandsbraut 4, og hefst með fordrykk kl. 19:30. Borðhald hefst svo kl. 20:00. Miðinn kostar 2000 kr. á mann og innifalið í því verði er maturinn, fordrykkur og gos. Bjór og léttvín verður selt á kostnaðarverði.

Miðar í partýið verða seldir á æfingunum 1. og 3. febrúar.

60 ára afmælistónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar
Previous post
Myndband frá síðustu æfingu (11.01.2010)
Next post