Sagan

Stutt yfirlit yfir sögu sveitarinnar

Það var um 1890 að fyrst var stofnað til lúðrablásturs í Hafnarfirði, en eitthvað mun starfsemin hafa verð stopul fyrstu árin og aflagðist lúðurleikur að fullu árið 1895 og hélst svo til ársins 1908. Það ár barst bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gjöf nokkrir gamlir lúðrar og að viðbættum 30 kr. styrk voru gamlar lúðurdruslur upp gerðar og stofnað til nýrrar lúðrasveitar 23. nóvember 1909. Sú sveit lagði upp laupana árið 1912. Það var svo hinn 27. ágúst 1923 að stofnað var hlutafélag í því skyni að koma upp lúðurflokki í Hafnarfirði í þriðja sinn en fyrir honum fór eins og hinum fyrri, hann lognaðist útaf árið 1927.

Nú leið langur tími svo að engin lúðrasveit var í Hafnarfirði, ískaldur samfelldur vetur í mörg ár. Ekki var um auðugan garð að gresja í tónlistarlífi í bænum. Menn stofnuðu til „bílskúrshljómsveita“ er léku á dansleikjum og árshátíðum en lúðrasveit var engin.

Það var svo ekki fyrr en mánudagskvöldið 13. desember árið 1949 að nokkrir ungir menn komu saman á fundi í Alþýðuhúsi Hafnarfjarðar til að undirbúa stofnun lúðrasveitar í Hafnarfirði. Friðþjófur Sigurðsson, Magnús Randrup og Guðvarður Jónsson voru kosnir í undirbúningsnefnd á þessum fundi. Þriðjudaginn 31. janúar árið 1950 var síðan fyrsti aðalfundur Lúðrasveitar Hafnarfjarðar haldinn. Á honum var ákveðið að fyrsta stjórn lúðrasveitarinnar yrði þannig skipuð: Friðþjófur Sigurðsson, formaður, Guðvarður Jónsson, gjaldkeri, Stefán Þorleifsson, ritari og Kristinn Sigurjónsson og Magnús Randrup, endurskoðendur. Á fyrsta aðalfundinum voru einnig samþykkt lög fyrir sveitina.

Stjórnendur lúðrasveitarinnar hafa verið:
Albert Klahn (1950-1962)
Jón Ásgeirsson (1962-1965)
Hans Ploder (1965-1987)
Stefán Ómar Jakobsson (1987-2003)
Þorleikur Jóhannesson (2003-2010)
Rúnar Óskarsson (2010-)

Formenn lúðrasveitarinnar hafa verið:
Friðþjófur Sigurðsson (1950-1953 og 1955-1958)
Hörður Kristinsson (1953-1954)
Magnús Randrup (1954-1955)
Beinteinn Sigurðsson (1958-1959)
Einar Sigurjónsson (1959-1962, 1963-1966, 1969-1976 og 1977-1979)
Guðvarður Elíasson (1962-1963)
Ævar Hjaltason (1966-1968 og 1979-1983)
Brynjar Gunnarsson (1968-1969)
Guðlaugur Atlason (1976-1977)
Lárus Guðjónsson (1983-1989)
Stefán Ómar Jakobsson (1989-1990)
Þorleikur Jóhannesson (1990-1998)
Sigurður Elvar Baldvinsson (1998-1999)
Ásgeir Örvar Stefánsson (1999-2001 og 2004-2011)
Atli Týr Ægisson (2001-2003)
Arnbjörg Jóna Jóhannsdóttir (2003-2004)
Brynjar Óskarsson (2011-)