Lúðrasveit Hafnarfjarðar

60 ára afmælistónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar var stofnuð 31. janúar 1950 og fagnar því 60 ára afmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni af afmælinu verður blásið til tónleika í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 6. febrúar kl. 16:00.

Á tónleikunum verður lúðrasveitin skipuð rúmlega 60 manns, sem leikið hafa með í gegnum tíðina, meðal annarra stofnfélagar. Efnisskráin spannar 60 ára feril lúðrasveitarinnar, en á henni má meðal annars finna Tjarnarmars, Hafnarfjörð og Öxar við ána.

Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.

Afmælismarsinn – Frá tónleikunum 6. febrúar 2010
Previous post
Tónleikarnir
Next post