Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Nú er komið hrímkalt haust

Sumarfrí lúðrasveitarinnar er nú senn á enda.

Fyrsta æfing haustsins verður haldin í Tónkvísl í kvöld, mánudaginn 3. september. Ýmislegt spennandi verður á dagskrá komandi starfsárs og verður nánar sagt frá því þegar þar að kemur.

Gamlir og nýir félagar eru velkomnir á æfingu.

Vorið er komið

Starfsemin verður með minna móti nú í maí, að loknum vel heppnuðum vortónleikum.

Áður en sumarfrí brestur á kemur lúðrasveitin fram við hátíðahöld sjómannadagsins og 17. júní og verður nánar sagt frá því þegar nær dregur.

Áhugasamir geta því fylgst með starfseminni hér á vefnum og á Facebook-síðu lúðrsasveitarinnar.

Fyrsta æfing starfsársins

Sumarfríið er senn á enda og komið að því að blása rykið af lúðrunum.

Fyrsta æfing starfsársins 2017-2018 verður haldin í Tónkvísl mánudaginn 28. ágúst klukkan 20:00.

Nýir og gamlir félagar eru velkomnir.

Fyrsta æfing ársins

Gleðilegt ár!

Það er kominn tími til að blása jólarykið af lúðrunum.

Fyrsta æfing ársins 2017 verður haldin í kvöld, mánudaginn 9. janúar, klukkan 20:00.

Nýir og gamlir félagar eru velkomnir.

Sumarfrí

Að loknum hátíðahöldum 17. júní er lúðrasveitin farin í sumarfrí.

Æfingar hefjast aftur í lok ágúst/byrjun september.