Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Æfingarplan næstu vikurnar

Svona lítur æfingarplanið út fyrir næstu vikurnar.

Engin æfing í dag, mánudaginn 27. september.
Sunnudagur 3. okt 20-22 Tónkvísl
Mánudagur 11. okt 20-22 Tónkvísl
Mánudagur 18. okt 20-22 Tónkvísl
Mánudagur 25. okt 20-22 Tónkvísl
Mánudagur 1. nóv 20-22 Tónkvísl
Mánudagur 8. nóv 20-22 Tónkvísl
Mánudagur 15. nóv 20-22 Tónkvísl
Mánudagur 22. nóv 20-22 Tónkvísl
Föstudaginn 26. nóv 20-22 Víðistaðakirkju
Laugardagur 27. nóv. Tónleikar í Víðistaðakirkju kl. 17:00 og jólahlaðborð um kvöldið.

Næstu æfingar

Næsta æfing verður mánudaginn 20. september kl. 20:00 í Tónkvísl. Allir eru hvattir til að mæta tímanlega svo við getum byrjað að spila á réttum tíma. Þeir sem luma ennþá á búning heima hjá sér eru vinsamlegast beðnir um að kippa honum með.

Næsta æfing þar á eftir verður svo laugardaginn 25. september kl. 20:00 á sama stað (og kemur í stað æfingarinnar sem hefði átt að vera þann 27). Eftir æfinguna verður svo létt hópefli að hætti lúðrasveitarfólks.

Fyrsta æfingin haustið 2010

Eftir vel heppnaða afmælistónleika Lúðrasveitar Hafnarfjarðar í febrúar sl. kom í ljós að mikill áhugi var fyrir að hefja reglulega starfsemi LH aftur. Því hefur nú verið ákveðið að hefja æfingar af fullum krafti nú í haust.

Nokkrir hafa þegar sótt um auglýsta stöðu stjórnanda og verður vonandi gengið frá ráðningu hans á næstu vikum. Fyrsta æfing vetrarins verður í Tónkvísl (íþróttahúsinu við gamla Lækjarskóla) mánudaginn 13. september kl. 20:00.

Allir gamlir og nýir félagar eru velkomnir

Meðal þess sem þarf að yfirfara eru hljóðfæra- og búningamál lúðrasveitarinnar og því eru þeir, sem enn eru með hljóðfæri frá sveitinni og hyggjast ekki spila með í haust, beðnir að skila þeim (annaðhvort á æfingunni 13. september eða í Tónkvísl á skólatíma). Eins eru allir sem eru með búning frá sveitinni beðnir að skila þeim inn, hvort sem þeir ætla að spila með eða ekki.

Frekari upplýsingar um starfið framundan munu birtast jafnóðum hér á síðunni.

Stjórnandi óskast

Lúðrasveit Hafnarfjarðar leitar að stjórnanda fyrir starfsárið 2010-2011. Áhugasamir sendi umsókn með upplýsingum um menntun og starfsferil til ludrasveit@ludrasveit.is fyrir 28. ágúst. Þar fást einnig nánari upplýsingar.