Æfing mánudaginn 4. janúar 2010

Á vel sóttum undirbúningsfundi 7. desember voru lögð drög að efnisskrá og æfingaplani fyrir 60 ára afmælistónleika Lúðrasveitar Hafnarfjarðar, sem haldnir verða í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 6. febrúar 2010 kl. 16:00.

Æft verður í Tónkvísl (íþróttahúsinu við gamla Lækjarskóla) alla mánudaga í janúar, mánudaginn 1. febrúar og einnig verður aukaæfing í vikunni fyrir tónleikana, líklega miðvikudaginn 3. febrúar. Allar æfingarnar hefjast klukkan 20:00. Stjórnendur verða Stefán Ómar Jakobsson og Hans Ploder.

Efnisskráin er enn í mótun, en meðal annars verða leikin Afmælismars, Blásið hornin, Wunderland bei Nacht og Hafnarfjörður. Frekari tillögur að lagavali eru vel þegnar, hafið þá samband við Finnboga eða Þorleik.

Allir sem leikið hafa með LH á undanförnum 60 árum eru velkomnir á æfingarnar, hvort sem þeir ákveða að spila með eða ekki. Bryndís Ploder mun hjálpa til við að finna hljóðfæri fyrir þá sem þess þurfa, látið hana endilega vita sem fyrst svo allir hafi hljóðfæri á fyrstu æfingunni, 4. janúar næstkomandi