Fyrsta æfing vetrarins

Fyrsta æfing Lúðrasveitar Hafnarfjarðar veturinn 2012-13 verður haldin í Tónkvísl mánudaginn 10. september klukkan 20. Nú er því orðið tímabært að leita að lúðrinum og rifja upp gripin.

Æfingaráætlun fram að tónleikunum

Svona lítur æfingaráætlunin okkar út fram að tónleikum. Ef eitthvað breytist látum við vita í tölvupósti og á FB síðu sveitarinnar.

Mánudagur 23. janúar kl. 20:00 – Æfing
Mánudagur 30. janúar kl. 20:00 – Aðalfundur
Mánudagur 6. febrúar kl. 20:00 – Æfing
Föstudagur 10. febrúar kl. 19:00 – Æfing með kórnum
Mánudagur 13. febrúar kl. 20:00 – Æfing
Sunnudagur 19. febrúar kl. 17:00 – Æfing með kórnum, mætið tímanlega
Mánudagur 20. febrúar kl. 20:00 – Æfing
Föstudagur 24. febrúar kl. 19:00 – Generalprufa í Víðistaðakirkju
Laugardagur 25. febrúar kl. 16:00 – Tónleikar

Stjórnin

Aðalfundur

Aðalfundur Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verður haldinn mánudaginn 30. janúar n.k. í Tónkvísl.
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00

Dagskrá

1. Skýrsla stjórnar.
2. Lagabreytingar ef skriflegar tillögur koma fram fyrir fundinn.
3. Kjör stjórnar.
4. Önnur mál.

Þar sem LH verður 62 ára í vikunni verður boðið upp á léttar veitingar fyrir fundarmenn.

Stjórnin.

Jólafrí

Þá er lúðrasveitin komin í jólafrí. Við byrjum aftur mánudaginn 9. janúar kl. 20:00.