München 2017

Hér er síða með helstu upplýsingum varðandi ferð LH til München sumarið 2017. Neðst á síðunni er listi með nokkrum áhugaverðum stöðum og söfnum sem gaman getur verið að skoða og listi yfir veitingastaði sem stjórn LH hefur prófað og metur LH-hæfa. Fyrir ferðina munum við búa til lítinn upplýsingapésa með dagskránni, helstu punktum og smá korti af nærumhverfi hótelsins.

ATH. Við uppfærum þessa síðu eftir þörfum fram að ferðinni.

Símanúmer ferðanefndar og stjórnanda

  • Brynjar +354 6986236 (kemur út á fimmtudeginum)
  • Erna +354 8485814
  • Finnbogi +354 6950397
  • Kristín Þóra +354 6929359
  • Rúnar +354 8691553

Vegabréf
Athugið hvort að vegabréfin ykkar séu ekki örugglega í gildi. Það tekur tíma að redda nýjum.
Takið endilega ljósmynd af aðal síðu vegabréfsins ykkar, það getur sparað tíma og vesen ef það týnist og/eða þið þurfið að leita til læknis en vegabréfið er heima á hóteli.

Evrópska sjúkratryggingakortið
Minnum alla á að hafa meðferðis Evrópska sjúkratryggingakortið. Það er ókeypis að sækja um það, kemur sent heim í pósti og tryggir að ekki þarf að borga ef fara þarf til læknis í Þýskalandi.

Klæðnaður
Þar sem við spilum er klæðnaður nýþveginn fjólublár LH pólóbolur, nýstraujaðar svartar sparibuxur/pils og það mikilvægasta nýpússaðir svartir spariskór. Hér gildir áfram reglan að svartir Nike/Adidas skór teljast ekki með sem spariskór! Við sparibuxur skulu brúkast svartir sokkar en svartar sokkabuxur/leggings við pilsin.

Greiðslur
Allir eru búnir að borga staðfestingargjaldið, 25 þúsund og greiða fyrir flugmiðann. Lokagreiðsla verður 20 þúsund og greiðist í síðast lagi mánudaginn 5. júní. Reikningur 0545-14-404733, kennitala 570670-0349.

Herbergjaskipan
Hér sést hverjir eru saman í herbergi.
Herbergjaskipan.

Athugið. Í ferðinni ber hver og einn ábyrgð á sínu hljóðfæri, nótum (svarta mappan) og statífi (verður afhent úti).
Við erum ekki með neinn kassa, hvorki fyrir statíf né nótur.

Dagskrá

Mánudagurinn 19. júní 2017

  • 04:50 Mæting í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meðlimir koma sér sjálfir á flugvöllinn en sjálfsagt er að sameina í bíla. Út af yfirvigt gætum við þurft að dreifa slagverki á spilara, við göngum frá því á síðustu æfingunni fyrir ferðina.
  • Flogið til München með flugi FI532 07:20 – 13:05.
  • 14:00 Rúta frá flugvellinum í München á Hotel Müller, Fliegenstraße 4.
  • Frjáls tími frá ca. 16:00 – 19:00.
  • 19:00 Gönguferð frá hótelinu yfir í Augustiner bjórgarðinn (ca. 25 mín. rölt) þar sem við borðum saman kvöldmat og fáum okkur einn Maß. Hver og einn greiðir fyrir mat og drykk.
  • Bjórgarðurinn lokar um kl. 23:00, þá gefst tækifæri til að fara heim að sofa, eða kanna mánudags-næturlífið í München.

Þriðjudagurinn 20. júní 2017

  • 10:00 Skoðunarferð um miðbæinn. Farinn verður hringur frá hótelinu, niður að Viktualienmarkt, upp á Marienplatz, Frúarkirkjan skoðuð og að sjálfsögðu komið við í hinu fræga Hofbräuhaus.
  • 13:00 Hádegismatur á Schneider brugghúsinu sem er staðsett í hjarta borgarinnar. Lúðrasveitin borgar matinn en hver og einn greiðir fyrir sinn drykk.
  • Þennan dag er ekki boðið upp á meiri skipulagða dagskrá, en eftir matinn gefst góður tími til þess að fara í H&M, endurnýja leðurhosurnar og dirndlana, eða bregða sér á söfn.

Miðvikudagurinn 21. júní 2017

  • 09:00 Dagsferð til Salzburg. Lúðrarnir með í för!
  • 11:30 Borgarleiðsögn um Salzburg.
  • 12:30 Frjáls tími til kl. 15:00.
  • 15:00 Mæting í Mirabell garðinn þar sem við stillum upp og undirbúum tónleikana okkar sem verða kl. 16:00.
  • 18:00 Sameiginlegur kvöldmatur á Sternbräu, Griesgasse 23. Lúðrasveitin greiðir fyrir matinn en hver og einn sér um sinn drykkjarseðil.
  • 20:30 Brottför frá Salzburg og komið til München 22:30.

Fimmtudagurinn 22. júní 2017

  • Frjáls dagur. Sjá hugmyndir neðst á síðunni hvað er hægt að gera.
  • Líklegt er að ferðanefndin bjóði upp á 1-2 hópferðir þennan dag (t.d. í dýragarðinn).

Föstudagurinn 23. júní 2017

  • 07:30 Dagsferð um sveitir landsins. Lúðrarnir með í för.
  • 10:25 Ferð um Neuschwanstein kastalann.
  • 16:00 Tónleikar í bjórgarðinum í Andechs klaustrinu. Eftir tónleikana borðum við þar.
  • 20:00 Heimferð úr klaustrinu, komið á hótelið 21:00.

Laugardagurinn 24. júní 2017

  • 12:00 Spilað á Cafe Blá sem frænka Egils rekur. Því miður vildi München ekki gefa okkur leyfi til að spila úti, en við erum að skoða að setja saman lítinn hóp sem gæti spilað inni á staðnum meðan restin af hópnum fær sér kaffi og vöfflu.
  • 16:00 Spilað í Waldwirtschaft bjórgarðinum.
  • Eftir tónleikana þar getum við annaðhvort borðað í garðinum eða farið inn í borgina (c.a. 15 mín gangur + 20 mín lest) og borðað þar.

Sunnudagurinn 25. júní 2017

  • Frjáls tími fyrripart dags.
  • 16:30 Mæting í Augustiner bjórgarðinn fyrir þá sem mæta beint þangað. Frá hótelinu er brottför 16:00. Stillt upp fyrir tónleika um leið og við mætum í garðinn.
  • 17:00 Tónleikar. Bjórgarðurinn býður okkur upp á Maß og Brotzeitbrettl.

Mánudagurinn 26. júní 2017

  • 10:00 Brottför frá hótelinu upp á flugvöll.
  • Flogið heim með flugi FI533 14:05 – 16:00.
  • LH fer í frí fram á haust. 🙂

Hvað er hægt að gera í München? Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • Deutsches Museum – Stærsta tækniminjasafn í heimi. Þar er m.a. stórt hljóðfærasafn sem gaman er að skoða, og túrbínusafn sem sumum finnst gaman að skoða. Opið kl. 9-17
  • BMW er framleiddur í München og þeir eru með skemmtilegt safn
  • Sumarið 1972 voru Ólympíuleikarnir haldnir í München. Það er skemmtilegt að fara upp í Olympiapark og skoða svæðið þar sem leikarnir voru haldnir. Áhugasamir geta skellt sér í sund og á skauta eða farið upp í 190 m háan Ólympíuturninn og notið útsýnisins.
  • Dýragarðurinn í München. Garðurinn er opinn kl. 9-17, er risastór og auðvelt að eyða löngum tíma þar. Fyrir áhugasama væri tilvalið að smala í hópferð annaðhvort á þriðjudeginum eða á fimmtudeginum.
  • Therme erding. Þarna eru sundlaugar, sauna og eitthvað fleira sniðugt. Gæti hentað þeim sem þurfa að detoxa eftir mikla bjórdrykkju. Í leiðinni er hægt að koma við í Erdinger brugghúsinu.
  • Margir hafa sent okkur skilaboð og spurt hvar gröf Horst Tapperts (Derricks) sé. Hann er jarðsettur í kirkjugarðinum í Gräfelfing, Großhaderner Straße 2. Þangað er stutt að fara með almenningssamgöngum frá hótelinu okkar.

Dirndl- og leðurhosubúðir

Tónlistartengt

  • Ludwig Beck á Marienplatz er með stóra tónlistardeild.
  • Bauer & Hieber er nótnabúð rétt við Marienplatz.
  • Musikhaus Hieber Lindberg við Sonnenstrasse selur nótur, hljóðfæri og fylgihluti.
  • Robert Tucci rekur hljóðfærabúð, með áherslu á túbur og horn, í Puchheim, aðeins utan við borgina. Þangað má komast með S-Bahn (S4).
  • Instrumentenbau Traut á Rumfordstrasse smíðar flügelhorn og gerir við hljóðfæri.
  • Stefan Brandl gerir við tréblásturshljóðfæri.
  • Melton/Meinl-Weston smíðar túbur, barítóna, flügelhorn og fleira. Verksmiðjan er í Geretsried, samgöngur þangað eru erfiðar.

Veitingastaðir/Matur