Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Góð mæting!

Vel var mætt á fyrstu æfinguna fyrir afmælistónleika LH nú í kvöld. Í Tónkvísl voru saman komnir um 45 blásarar sem spiluðu í gegnum nokkur af þeim lögum sem flutt verða á afmælistónleikunum.

Eins og staðan er núna vantar helst flautur til að fullmanna hljómsveitina. Það þurfa því allir sem flautu geta valdið að mæta á æfingu næsta mánudag, 11. janúar, klukkan 20:00.

Myndband frá fyrstu æfingunni
Previous post
Æfing mánudaginn 4. janúar 2010
Next post