Aðventutónleikar 2016

Aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 3. desember kl. 14:00.

Kvikmyndatónlist verður fyrirferðarmikil á efnisskránni, meðal annars tónlist eftir John Williams úr myndunum um Indiana Jones og Stjörnustríð, og einnig tónlist Jóhanns Jóhannssonar úr kvikmyndinni The theory of everything. Að auki verða flutt verk eftir James Curnow, Robert Buckley, John Philip Sousa og fleiri. Þá munu einhver jólalög slæðast með.

Á tónleikunum mun Stefán Ólafur Ólafsson klarinettuleikari stíga fram og blása stefið úr Lista Schindlers.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 1500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar fyrir utan Víðistaðakirkju 29. nóvember 2014
Lúðrasveit Hafnarfjarðar