Lúðrasveit Hafnarfjarðar 75 ára

Lúðrasveit Hafnarfjarðar á útitónleikum í Zürich í Sviss 2023.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar fagnar 75 ára afmæli í ár og blæs til afmælistónleika í Norðurljósum miðvikudaginn 9. apríl kl. 20:00.

Efnisskráin samanstendur að miklu leyti af verkum sem hafa nýlega verið samin eða útsett fyrir lúðrasveitir, meðal annars eftir Philip Sparke, John Williams og Johan de Meij. Einnig verða leikin ýmis verk sem lúðrasveitin hefur leikið gegnum tíðina, svo sem Blásið hornin eftir Árna Björnsson og konsertpolka Páls Pampichler Pálssonar fyrir tvær klarinettur og lúðrasveit, en þar munu Ásdís Birta Guðnadóttir og Kristín Jóna Bragadóttir spila sólópartana.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 2000-3000 krónur. Miðasala fer fram á tix.is.

Facebook-viðburður fyrir tónleikana.

Hausttónleikar Lúðrasveitarinnar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner-garðinum í München í júní 2023.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-garðinum í München í júní 2023.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar blæs til hausttónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14:00.

Eins og venjulega samanstendur efnisskráin af tónlist úr ýmsum áttum. Meðal annars frá Noregi. Jazzgoðsagnirnar Benny Goodman og Lionel Hampton koma við sögu. Suðræn sveiflutónlist fær að hljóma ásamt lögum úr myndinni Skógarlíf (Jungle Book) og sjónvarpsþáttunum Game of thrones. Og hver veit nema einhverjir Sousamarsar fái að fljóta með?

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook

Októberfest LH

Þá er loksins komið að því! Laugardaginn 19. október næstkomandi heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar sitt árlega Októberfest. Í ár verðum við staðsett hjá Ægi brugghúsi, Strandgötu 90 Hafnarfirði.

Þar verða fluttir valdir slagarar úr hinni víðfrægu grænu möppu LH, en hún geymir það allra besta í þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl.

Hér er einstakt tækifæri til að heyra tónlistina sem spiluð er á Oktoberfest í München ár hvert ásamt því að drekka góðan bjór samhliða.

Talið verður í fyrsta lagið klukkan 20:00. Matarvagn verður á svæðinu frá klukkan 19-21.

Aðgangur ókeypis!

Viðburður á Facebook

Hæ, hó, jibbý-jei!

Það er kominn sautjándi júní.

Eins og venjulega spilar Lúðrasveitin í skrúðgöngu í Hafnarfirði í dag. Gangan leggur af stað frá Flensborgarskólanum klukkan 13:00.

Að lokinni göngu leikum við svo nokkur létt sumarlög á tónleikum fyrir utan Byggðasafn Hafnarfjarðar og A. Hansen. Tónleikarnir hefjast klukkan 14:00.

Ýmislegt fleira verður að gerast í bænum í tilefni dagsins. Áhugasöm geta kynnt sér dagskrána á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Það er kominn sautjándi júní!

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner-garðinum í München í júní 2023.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-garðinum í München í júní 2023.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar blæs til vortónleika laugardaginn 20. apríl næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir í Víðistaðakirkju og hefjast þeir kl. 14:00.

Á efnisskránni verður tónlist úr ýmsum áttum: íslensk lög, dixieland, marsar og kvikmyndatónlist. Fluttar verða nýjar útsetningar Rúnars Óskarssonar og Eiríks Rafns Stefánssonar á íslenskum slögurum úr smiðjum Stuðmanna og Magnúsar Eiríkssonar, og Kristín Þóra Pétursdóttir leikur einleik í Clarinet on the Town eftir Ralph Hermann.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook.

Hausttónleikar Lúðrasveitarinnar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner-garðinum í München í júní 2023
Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur sína árlegu hausttónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 2. desember kl. 14:00.

Efnisskráin samanstendur af tónlist úr ýmsum áttum. Tónlist ættuð frá Noregi verður áberandi. Þar má nefna swingskotna þjóðdansatónlist, barnatónlist frá áttunda áratug 20. aldar og suðrænar sömbur. Einnig verður leikin tónlist úr West side story eftir Leonard Bernstein og stef eftir Jóhann Jóhannsson úr myndinni The Theory of everything. Mikki mús verður líka á svæðinu ásamt vondu köllunum úr nokkrum Disneymyndum

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2000 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook