Heimsókn frá Vestmannaeyjum

Laugardaginn 18. mars næstkomandi ætla Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Lúðrasveit Vestmannaeyja að spila létta og skemmtilega tónlist úr ýmsum áttum á Ölstofu Hafnarfjarðar (áður Enska barnum) að Flatahrauni 5a í Hafnarfirði.

Tónlist úr hinni víðfrægu Grænu möppu LH verður áberandi, en hún hefur að geyma það besta úr þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl.

Tónleikarnir hefjast klukkan 17:30 og er aðgangur ókeypis!