Októberfest Lúðrasveitarinnar

Komið er að hinu árlega Októberfesti Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Það verður haldið laugardaginn 6. október, á Fjörukránni í Hafnarfirði. Talið verður í fyrsta lagið klukkan 21:00.

Fluttir verða valdir slagarar úr hinni víðfrægu grænu möppu LH, en hún geymir það allra besta í þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl. Hér er einstakt tækifæri til að heyra tónlistina sem spiluð er á Oktoberfest í München ár hvert.

Stórsöngvarinn Örvar Már Kristinsson mætir á svæðið og syngur nokkur lög með okkur.

Aðgangur er ókeypis.