Pollalúðrapönk

Pollalúðrapönk. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Pollapönk og Kór Öldutúnsskóla

Þrjár hafnfirskar menningarstofnanir; Pollapönk, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Kór Öldutúnsskóla leiða saman hesta sína á stórtónleikum í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 16. febrúar 2019 kl. 14:00. Sambræðingur þessara ólíku hópa verður án efa gríðarlega spennandi en á efnisskránni verður úrval laga Pollapönkaranna í splúnkunýjum útsetningum.

Pollapönk þarf varla að kynna. Þeir eru Hafnfirðingar í húð og hár og voru brautryðjendur í að semja og leika íslenska rokktónlist fyrir sem var sérsniðin fyrir börn. Þeirra frægasta lag er án efa Enga fordóma sem þeir fluttu fyrir hönd Íslands í Eurovision 2014.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar var stofnuð í janúar 1950 og er því komin fast að sjötugu. Sveitina skipa um 40 blásarar og slagverksmenn. Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Á þeim rúmlega fimmtíu árum sem Kór Öldutúnsskóla hefur starfað, hafa þúsundir hafnfirskra barna tekið þátt í kórstarfinu og notið leiðsagnar í söng og tónlistarflutningi. Kórinn skipa nú um 100 börn. Stjórnandi Kórs Öldutúnsskóla er Brynhildur Auðbjargardóttir.

Fullt miðaverð er 2500 kr. Börn á aldrinum 7-16 ára greiða 1500 kr., en ókeypis er fyrir börn yngri en 7 ára í fylgd með fullorðnum.
Athugið að allir tónleikagestir þurfa að framvísa miðum, líka ung börn.

Miðasala fer fram á Miði.is.

Viðburðurinn á Facebook.

Verkefnin framundan

Nú standa yfir æfingar og undirbúningur fyrir næstu tónleika lúðrasveitarinnar.

Þeir verða haldnir 16. febrúar og hefur lúðrasveitin fengið til liðs við sig Kór Öldutúnsskóla og Pollapönk til að vera með á tónleikunum.

Nánari upplýsingar verða birtar í fyllingu tímans. Fylgjast má með framvindu mála hér á vefnum og á Facebook-síðu lúðrasveitarinnar