Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Fundur

Mánudaginn 7. desember kl. 20:30 verður haldinn fundur í Tónkvísl til undirbúnings fyrirhuguðum afmælistónleikum LH í febrúar.
Til fundarins eru allir gamlir og nýir lúðrasveitarfélagar boðnir og við vonumst til að sjá sem flesta.

Friðriksbergstréð

Næsta föstudag, 4. desember, kl. 19:30 verður Jólaþorpið á Thorsplani opnað við hátíðlega athöfn og kveikt á ljósunum á Friðriksbergstrénu. Lúðrasveitin mun spila nokkur lög við athöfnina, sem verður í beinni útsendingu í Kastljósi RÚV.

Mæting í Tónkvísl kl. 19:00. Klæðnaður: fjólublái búningurinn, svartir skór.

Æfing fyrir þessa spilamennsku verður í Tónkvísl mánudaginn 30. nóvember kl. 20:00.

Cuxhaventréð

Ljós verða tendruð á jólatrénu frá Cuxhaven laugardaginn 28. nóvember kl. 15:00. Lúðrasveitin mun leika jólalög frá kl. 14:45.
Mæting í Tónkvísl kl. 14:00. Klæðnaður: LH úlpa, svartar buxur, svartir skór.