60 ára afmælistónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar var stofnuð 31. janúar 1950 og fagnar því 60 ára afmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni af afmælinu verður blásið til tónleika í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 6. febrúar kl. 16:00.

Á tónleikunum verður lúðrasveitin skipuð rúmlega 60 manns, sem leikið hafa með í gegnum tíðina, meðal annarra stofnfélagar. Efnisskráin spannar 60 ára feril lúðrasveitarinnar, en á henni má meðal annars finna Tjarnarmars, Hafnarfjörð og Öxar við ána.

Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.

Tónleikarnir

Tónleikarnir verða í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 6. febrúar kl. 16:00. Allir þurfa að mæta í síðasta lagi kl. 14:00 svo hægt sé að stilla upp fyrir upptöku á tónleikunum, gera hljóðprufu og þess háttar. Klæðnaður sparilegur, svartur og hvítur við svarta vel pússaða spariskó.
Enginn aðgangseyrir verður á tónleikana.

Partýið um kvöldið verður í sal Verkís, Suðurlandsbraut 4, og hefst með fordrykk kl. 19:30. Borðhald hefst svo kl. 20:00. Miðinn kostar 2000 kr. á mann og innifalið í því verði er maturinn, fordrykkur og gos. Bjór og léttvín verður selt á kostnaðarverði.

Miðar í partýið verða seldir á æfingunum 1. og 3. febrúar.

Upptökur

Með því að smella á tengilinn Upptökur hægra megin á forsíðunni er hægt að sækja skemmtilegar upptökur með Lúðrasveit Hafnarfjarðar.

Enn betri mæting!

Enn fleiri mætu á æfinguna í kvöld heldur en á fyrstu æfinguna. Núna voru tæplega 60 spilarar mættir til leiks.
Allar stöður eru núna mannaðar frábærum spilurum og því ekkert því til fyristöðu að halda stórtónleika 6. febrúar næstkomandi.

Næsta æfing verður mánudaginn 18. janúar í Tónkvísl.