Októberfest Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Nú er komið að því að endurtaka leikinn! Laugardaginn 18. október næstkomandi heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar sitt árlega Októberfest á Ægi 220 annað árið í röð.

Fluttir verða valdir slagarar úr hinni víðfrægu grænu möppu LH, en hún geymir það allra besta í þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl. Sérstakur gestur verður stórsöngvarinn Örvar Már Kristinsson sem syngur valda þýska slagara með sveitinni.

Hér er einstakt tækifæri til að heyra tónlistina sem spiluð er á Oktoberfest í München ár hvert ásamt því að skála, eta og drekka saman! Skemmst er frá því að segja að gríðarleg stemning myndaðist í fyrra.

Ægir opnar kl. 17, matarvagn verður á svæðinu frá kl. 18 og Lúðrasveitin byrjar að spila kl. 20.

Aðgangur ókeypis!

Viðburður fyrir októberfestið á Facebook