Sjómannadagurinn – mæting

Á Sjómannadagsmorgun er mæting við Hrafnistu kl. 9:45 í búningi, svörtum skóm og með hattinn. Nótur og statíf verða á staðnum. Þeir sem vantar búning eða hatt þurfa að mæta í Tónkvísl kl. 9:00 til að bjarga því sem bjargað verður.

Eftir hádegi er mæting við sviðið á Suðurbakkanum kl. 13:40, sömuleiðis í fullum skrúða. Nótur og statíf verða á staðnum. Tónkvísl verður opin kl. 13:00-13:30 til að dressa þá upp sem vantar búning.