Jólatré bæjarins

Laugardaginn 26. nóvember verða ljósin tendruð á vinabæjartrjánum tveimur; kveikt verður á Cuxhaventrénu við Flensborgarbryggju kl. 14 og Frederiksbergstrénu á Thorsplani kl. 17. Lúðrasveitin spilar að vanda við báðar tendranirnar og 10-15 mínútur fyrir þær. Gert er ráð fyrir að málmblásararnir sjái um þetta, en tré og slagverk fái frí.

Þar sem frekar stutt er á milli þessa tveggja spilamennska kom upp sú hugmynd að spila á 2-3 stöðum í bænum milli kl. 14 og 17. Við munum því spila nokkur jólalög á völdum stöðum, t.d. Hrafnistu og Sólvangi.

Þeir sem hafa búning heima hjá sér mæti uppáklæddir í Tónkvísl kl. 13:15, þeir sem vantar búning mæti klukkan 13:00.