17. júní

Næstkomandi sunnudag, 17. júní, spilar lúðrasveitin í skrúðgöngu eins og vant er. Endanleg dagskrá hefur enn ekki borist frá bænum, en skrúðgangan verður í það minnsta á sínum stað. Væntanlega byrjum við að spila í Hellisgerði um kl. 13:15 og gangan ætti að hefjast um kl. 14.
Mæting er í Tónkvísl kl. 12:30, í fjólubláa búningnum, svörtum sokkum og nýpússuðum spariskóm. Þeir sem ekki eru með búning þurfa að mæta tímanlega til að máta búning, en ættu að vera í svörtum sparibuxum til öryggis. Eitthvað er til af lýrum á staðnum en best er að allir komi með nothæfa lýru með sér. Þær fást t.d. í Tónastöðinni.
Líklega spilum við ekki um kvöldið, það kemst þó vonandi á hreint á næstu dögum.