Landsmót SÍL í Þorlákshöfn

Landsmót SÍL verður haldið í Þorlákshöfn helgina 4.-6. október nk. Fyrirkomulagið er ekki með gamla sniðinu, þ.e. að hver sveit komi með tilbúið prógramm og spili á tónleikum heldur verður öllum þátttakendum blandað saman. Hópnum verður skipt í þrjár sveitir sem munu spila með mismunandi gestum, 200.000 Naglbítum, Jónasi Sigurðssyni og Fjallabræðrum. Æft verður á föstudagskvöldi og laugardegi og svo verða stórtónleikar á laugardagskvöldinu.

Kostnaður: 10.000 kr. á mann. Innifalið er gisting báðar næturnar, hádegismatur, síðdegissnarl og kvöldverður á laugardaginn og ball á laugardagskvöldið.

Skráning í tölvupósti (ludrasveit@ludrasveit.is) fyrir 1. september.