17. júní

Spilamennskan á 17. júní er loksins komin á hreint. Skrúðgangan leggur af stað frá Ásvöllum kl. 13:00 og við göngum niður á Thorsplan. Við spilum ekkert fyrir gönguna en hugsanlega eitthvað á Thorsplani. Ef vel viðrar og stemmningin býður upp á það spilum við líka á nokkrum stöðum í miðbænum eftir gönguna.

Klæðnaður: Fjólublár búningur og kaskeiti, svartir sokkar og svartir nýpússaðir spariskór. Þeir sem ekki hafa búning mæti í svörtum sparibuxum og LH-úlpu með kaskeiti.

Mæting á Ásvelli kl. 12:45 eða í Tónkvísl ekki seinna en 12:30. Húsið opnar kl. 12:00.