Lúðrasveit Hafnarfjarðar leitar að stjórnanda fyrir starfsárið 2010-2011. Áhugasamir sendi umsókn með upplýsingum um menntun og starfsferil til ludrasveit@ludrasveit.is fyrir 28. ágúst. Þar fást einnig nánari upplýsingar.
Æfing fyrir 17. júní
Mánudaginn 14. júní kl. 20:30 verður æfing í Tónkvísl fyrir skrúðgönguna 17. júní næstkomandi.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórnin.
1. maí
Að venju spilar Lúðrasveit Hafnarfjarðar í kröfugöngunni þann 1. maí.
Dagskráin í ár er svona:
- 13:00 Mæting í Tónkvísl í búning
- 13:40 Byrjað að spila á Ráðhústorgi
- 14:00 Kröfuganga hefst
- 14:30 Göngu lýkur á Flatahrauni
Mikilvægt er að sem flestir spili með!
Wunderland bei Nacht – Frá 60 ára afmælistónleikunum 6. febrúar 2010
Einleikur á trompet: Jóhannes Þorleiksson