Sjómannadagurinn

Að vanda mun lúðrasveitin halda uppi stuðinu á Sjómannadaginn, sunnudaginn 5. júní. Við spilum ættjarðarlög við Hrafnistu klukkan 10 og við höfnina klukkan 14, þegar aldnir sjómenn verða heiðraðir.

Æfing og búningamátun fyrir sjómannadaginn verður haldin í Tónkvísl mánudaginn 30. maí klukkan 20. Þeir sem eru með búning heima mega gjarna hafa hann með sér á æfinguna til skrásetningar.

1. maí

Dagskráin fyrir 1. maí er svona:

13:00 Við hittumst í Tónkvísl.
13:40 Spilum fyrir framan Ráðhúsið.
14:00 Gengið frá Ráðhúsinu upp á Flatahraun.

Klæðnaður:
Svartar buxur og LH úlpurnar (eru í Tónkvísl)

1. maí

Að venju spilar Lúðrasveit Hafnarfjarðar í kröfugöngunni þann 1. maí.

Dagskráin í ár er svona:

  • 13:00 Mæting í Tónkvísl í búning
  • 13:40 Byrjað að spila á Ráðhústorgi
  • 14:00 Kröfuganga hefst
  • 14:30 Göngu lýkur á Flatahrauni

Mikilvægt er að sem flestir spili með!

Upptökur

Með því að smella á tengilinn Upptökur hægra megin á forsíðunni er hægt að sækja skemmtilegar upptökur með Lúðrasveit Hafnarfjarðar.

Friðriksbergstréð

Næsta föstudag, 4. desember, kl. 19:30 verður Jólaþorpið á Thorsplani opnað við hátíðlega athöfn og kveikt á ljósunum á Friðriksbergstrénu. Lúðrasveitin mun spila nokkur lög við athöfnina, sem verður í beinni útsendingu í Kastljósi RÚV.

Mæting í Tónkvísl kl. 19:00. Klæðnaður: fjólublái búningurinn, svartir skór.

Æfing fyrir þessa spilamennsku verður í Tónkvísl mánudaginn 30. nóvember kl. 20:00.