Hausttónleikar 2019

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Desenzano á Ítalíu í júní 2019

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur sína árlegu hausttónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14:00.

Á efnisskránni verða lög úr ýmsum áttum. Farið verður á sannkallað heimshornaflakk; meðal annars verður staldrað við á Írlandi, Ísrael og Ítalíu. Auk annarra verka verða leikin Soferska eftir Bosníska tónskáldið Goran Bregovic, stef úr Paradísarbíóinu (Cinema Paradiso) eftir Ennio Morricone og syrpa af lögum eftir Benny Goodman. Góðkunningjar Lúðrasveitarinnar, John Philip Sousa og Philip Sparke verða heldur ekki langt undan.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2000 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur.