Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner-garðinum í München í júní 2023.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-garðinum í München í júní 2023.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar blæs til vortónleika laugardaginn 20. apríl næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir í Víðistaðakirkju og hefjast þeir kl. 14:00.

Á efnisskránni verður tónlist úr ýmsum áttum: íslensk lög, dixieland, marsar og kvikmyndatónlist. Fluttar verða nýjar útsetningar Rúnars Óskarssonar og Eiríks Rafns Stefánssonar á íslenskum slögurum úr smiðjum Stuðmanna og Magnúsar Eiríkssonar, og Kristín Þóra Pétursdóttir leikur einleik í Clarinet on the Town eftir Ralph Hermann.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook.

Hausttónleikar Lúðrasveitarinnar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner-garðinum í München í júní 2023
Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur sína árlegu hausttónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 2. desember kl. 14:00.

Efnisskráin samanstendur af tónlist úr ýmsum áttum. Tónlist ættuð frá Noregi verður áberandi. Þar má nefna swingskotna þjóðdansatónlist, barnatónlist frá áttunda áratug 20. aldar og suðrænar sömbur. Einnig verður leikin tónlist úr West side story eftir Leonard Bernstein og stef eftir Jóhann Jóhannsson úr myndinni The Theory of everything. Mikki mús verður líka á svæðinu ásamt vondu köllunum úr nokkrum Disneymyndum

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2000 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook

Hausttónleikar 2019

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Desenzano á Ítalíu í júní 2019

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur sína árlegu hausttónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14:00.

Á efnisskránni verða lög úr ýmsum áttum. Farið verður á sannkallað heimshornaflakk; meðal annars verður staldrað við á Írlandi, Ísrael og Ítalíu. Auk annarra verka verða leikin Soferska eftir Bosníska tónskáldið Goran Bregovic, stef úr Paradísarbíóinu (Cinema Paradiso) eftir Ennio Morricone og syrpa af lögum eftir Benny Goodman. Góðkunningjar Lúðrasveitarinnar, John Philip Sousa og Philip Sparke verða heldur ekki langt undan.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2000 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur.

Vortónleikar Lúðrasveitarinnar

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju miðvikudaginn 5. júní kl. 20:00.

Á efnisskránni verða lög úr ýmsum áttum; marsar, kvikmyndatónlist, djass og fleira. Meðal annars verður leikinn Tjarnarmars Páls Pampichlers, svo og tónlist eftir Henri Mancini úr kvikmyndunum The great race og Breakfast at Tiffany‘s – en Kristinn Svavarsson mun stíga fram og blása sóló í laginu Moon river úr síðarnefndu myndinni. Einnig verður flutt tónlist eftir Philip Sparke, Jan van der Roost, Duke Ellington og fleiri.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 1500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-garðinum í München.

Hausttónleikar lúðrasveitarinnar

Hausttónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju fyrsta vetrardag, laugardaginn 27. október kl. 14:00.

Á efnisskránni eru verk Leonards Bernstein áberandi, en um þessar mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Básúnu- og klarinettudeildirnar munu fá að sýna hvað í þeim býr í Sweet trombone rag eftir Al Sweet og Pie in the face polka eftir Henri Mancini. Einnig verður flutt Svíta fyrir lúðrasveit eftir Gustav Holst, vel valdir marsar og fleira.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð á tónleikana er 1500 krónur. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum og við innganginn fyrir tónleikana.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-bjórgarðinum
Þessi föngulegi hópur verður á tónleikum 27. október kl. 14:00.

Vortónleikar lúðrasveitarinnar

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju á þriðja degi sumars; laugardaginn 21. apríl kl. 14:00.

Á efnisskránni eru mestanpart verk samin fyrir lúðrasveit, sum gömul en önnur glæný. Meðal annars verður þar að finna marsa eftir John Philip Sousa og Johannes Hansen, og nýleg verk eftir Robert Buckley, Dana Wilson og James Curnow.

Á tónleikunum munu tveir félagar úr lúðrasveitinni leika einleik; Helena Guðjónsdóttir á þverflautu og Kristinn Svavarsson á altsaxófón.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 1500 krónur. Miða má kaupa í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi eða við innganginn.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-bjórgarðinum
Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner bjórgarðinum.