Hæ, hó, jibbí-jey!

Það er kominn sautjándi júní!

Þjóðhátíðardagurinn er einn af föstum punktum Lúðrasveitarinnar ár hvert og í ár verður ekki gerð nein undantekning.

Klukkan 12:45 verður safnast saman fyrir utan Flensborgarskólann. Skrúðganga leggur svo af stað frá skólanum klukkan 13:00. Gengið verður niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani.

Að göngu lokinni, eða um kl. 14:00, heldur Lúðrasveitin svo tónleika fyrir utan Hafnarborg.

Áhugasamir geta kynnt sér dagskrá þjóðhátíðarhalda í Hafnarfirði á vef bæjarins.

Sautjándi júní

Hæ, hó, jibbý, jei, kæru Hafnfirðingar, og aðrir landsmenn!

Í dag er sautjándi júní haldinn hátíðlegur um land allt.

Að vanda fer lúðrasveitin fyrir skrúðgöngunni í Hafnarfirði í dag. Hún leggur af stað klukkan 13:00 frá skátaheimilinu Hraunbyrgi við Hjallabraut.

Að göngu lokinni verða svo spiluð nokkur létt lög fyrir utan Hafnarborg, eða um klukkan 14:00.

Á vef Hafnarfjarðarbæjar má skoða dagskrá dagsins.