Það er kominn sautjándi júní.
Eins og venjulega spilar Lúðrasveitin í skrúðgöngu í Hafnarfirði í dag. Gangan leggur af stað frá Flensborgarskólanum klukkan 13:00.
Að lokinni göngu leikum við svo nokkur létt sumarlög á tónleikum fyrir utan Byggðasafn Hafnarfjarðar og A. Hansen. Tónleikarnir hefjast klukkan 14:00.
Ýmislegt fleira verður að gerast í bænum í tilefni dagsins. Áhugasöm geta kynnt sér dagskrána á vef Hafnarfjarðarbæjar.