Laugardaginn 24. nóvember verða ljósin tendruð á Frederiksbergstrénu á Thorsplani kl. 17. Lúðrasveitin spilar að vanda við tendrunina, og byrjar að spila kl. 16:45. Þar sem spáir frekar köldu munu málmblásararnir sjá um þetta en tré- og slagverksleikarar fá frí.
Klæðnaður er að sjálfsögðu fjólublái búningurinn (föðurlandið innanundir) og svartir pússaðir skór. Mæting er í Tónkvísl kl. 16:15, þeir sem vantar búning mæti klukkan 16:00.
Kveikt verður á Cuxhaventrénu við Flensborgarbryggju viku síðar, laugardaginn 1. desember kl. 15:00. Þar sem þetta er tónleikadagurinn okkar munu aðeins 5-6 málmblásarar leika jólalög frá kl. 14:45.