Sjómannadagurinn

Að vanda mun lúðrasveitin halda uppi stuðinu á Sjómannadaginn, sunnudaginn 2. júní. Við spilum ættjarðarlög við Hrafnistu klukkan 10 og við höfnina frá klukkan 13:45, þegar aldnir sjómenn verða heiðraðir.

Mæting: kl. 9:45 við Hrafnistu og kl. 13:30 við Kænuna.

Klæðnaður í bæði skiptin: Fjólublái búningurinn með viðeigandi hatti, svartir sokkar og svartir nýpússaðir spariskór. Þeir sem ekki geta bjargað sér um búning mæti í svörtum sparibuxum!

Æfing og búningamátun verður haldin í Tónkvísl mánudaginn 27. maí klukkan 20. Þeir sem eru með búning heima en geta ekki spilað með mega gjarna lána hann þurfandi.