Skrúðganga á 17. júní

Lúðrasveit Hafnarfjarðar verður að vanda í broddi fylkingar í skrúðgöngunni á Þjóðhátíðardaginn, auk þess að spila í hátíðarstundinni á Hamrinum fyrir göngu.

Að skrúðgöngunni lokinni ætlar lúðrasveitin svo að halda örtónleika á nokkrum stöðum í miðbænum og æfa í leiðinni fyrir tónleikaferð sveitarinnar um Niðurlönd, sem hefst að morgni 18. júní.