Stóra Hollandsferðin er hafin

Lúðrasveitin er nú um það bil að leggja af stað í tónleika- og skemmtiferð um Niðurlönd. Dvalið verður í bænum Amersfoort í Hollandi frá 18.-25. júní.

Föstudaginn 20. júní kl. 16:00 verður spilað á Sint-Baafsplein í Gent í Belgíu.

Laugardaginn 21. júní verður markaðsdagur í Amersfoort. Lúðrasveitin leikur þá á tveimur stöðum: Euterpeplein-torginu kl. 13:00 og á Groenmarkt-torginu kl. 16:00.

Sunnudaginn 22. júní kl. 11:00 verður leikið á Wagenwerkplaats í Amersfoort. Tónleikahluta ferðalagsins lýkur svo með spilamennsku á 17. júní-fagnaði Íslendingafélagsins í Mondriaan Scouting klukkan 13:00 þennan sama dag.