Aðalfundur

Aðalfundur Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Tónkvísl mánudagskvöldið 2. febrúar kl. 20:00. Dagskrá hans er eftirfarandi:

1. Skýrsla stjórnar um starfið á síðasta ári og fjármál sveitarinnar.
2. Lagabreytingar, ef skriflegar tillögur koma fram um þær fyrir fundinn.
3. Kjör stjórnar, tveggja endurskoðenda og annarra embættismanna ef við á.
4. Önnur mál.

Athygli er vakin á að tillögur um lagabreytingar þarf að leggja fram skriflega til stjórnar fyrir fundinn. Einnig má senda þær rafrænt með tölvupósti.
Lög sveitarinnar má finna hér.

Á fundinum þarf að kjósa í embætti formanns, gjaldkera og ritara, auk tveggja endurskoðenda. Einnig þarf að kjósa skemmtinefnd, búninganefnd og áhaldavörð. Áhugasamir mega gjarna gefa sig fram við stjórn.