Tónleikar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Hamarssal Flensborgarskólans laugardaginn 28. mars kl. 14. Á efnisskránni er meðal annars að finna verk eftir lúðrasveitatónskáldin Philip Sparke, Jacob de Haan og Franco Cesarini, sem allir hafa komið við sögu á tónleikum LH síðustu árin. Sousa verður heldur ekki langt undan.

Einleikari á tónleikunum er Valgeir Geirsson, sem þenur draglúðurinn og leikur gamla slagarann Misty eftir Erroll Garner.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Athugið að það er ekki posi á staðnum.