Kvikmyndatónlist í Víðistaðakirkju

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Desenzano á Ítalíu í júní 2019

Lúðrasveit Hafnarfjarðar blæs til vortónleika laugardaginn 7. maí næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir í Víðistaðakirkju og hefjast þeir kl. 14:00.

Á efnisskránni er eingöngu tónlist úr kvikmyndum, m.a. eftir Stephen Sondheim, John Williams, Alan Menken og Jim Henson. Kristinn Svavarsson blæs sóló á altsaxófón í Smile eftir Charlie Chaplin.

Meðal annars mun hljóma tónlist úr myndunum Into the woods, Indiana Jones, Harry Potter, Aladdín, Star Wars, Guðföðurnum og úr nokkrum völdum James Bond myndum.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2000 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.