Ferðalag um Vesturland

Laugardaginn 11. júní verður Lúðrasveitin á faraldsfæti um Vesturland. Haldnir verða stuttir útitónleikar á nokkrum stöðum.

Fyrstu tónleikar dagsins verða í Skallagrímsgarði í Borgarnesi og hefjast þeir um kl. 11:30. Eftir hádegi verða haldnir tónleikar á Bifröst og e.t.v. við Deildartunguhver og á fleiri stöðum, eftir því sem veður og vindar leyfa.

Á dagskrá verður léttmeti úr ýmsum áttum, íslensk dægurlög, hressilegir marsar og fleira.

Borgarnes. Mynd: Wikipedia
Borgarnes. Þar verða tónleikar í Skallagrímsgarði kl. 11:30. Mynd: wikipedia.