Hausttónleikar lúðrasveitarinnar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Desenzano á Ítalíu í júní 2019

Hinir árlegu hausttónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14:00.

Á efnisskránni verður tónlist úr ýmsum áttum, meðal annars eftir Leonard Bernstein, Astor Piazzolla, Chick Corea, Thorbjörn Egner og Gerald Finzi. Einnig verður flutt glæný útsetning lúðrasveitarfélagans Eiríks Rafns Stefánssonar á Austurstræti eftir Þórhall Sigurðsson (Ladda).

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2000 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook.