Hausttónleikar Lúðrasveitarinnar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner-garðinum í München í júní 2023.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-garðinum í München í júní 2023.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar blæs til hausttónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14:00.

Eins og venjulega samanstendur efnisskráin af tónlist úr ýmsum áttum. Meðal annars frá Noregi. Jazzgoðsagnirnar Benny Goodman og Lionel Hampton koma við sögu. Suðræn sveiflutónlist fær að hljóma ásamt lögum úr myndinni Skógarlíf (Jungle Book) og sjónvarpsþáttunum Game of thrones. Og hver veit nema einhverjir Sousamarsar fái að fljóta með?

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook

Hausttónleikar Lúðrasveitarinnar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner-garðinum í München í júní 2023
Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur sína árlegu hausttónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 2. desember kl. 14:00.

Efnisskráin samanstendur af tónlist úr ýmsum áttum. Tónlist ættuð frá Noregi verður áberandi. Þar má nefna swingskotna þjóðdansatónlist, barnatónlist frá áttunda áratug 20. aldar og suðrænar sömbur. Einnig verður leikin tónlist úr West side story eftir Leonard Bernstein og stef eftir Jóhann Jóhannsson úr myndinni The Theory of everything. Mikki mús verður líka á svæðinu ásamt vondu köllunum úr nokkrum Disneymyndum

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2000 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook

Hausttónleikar lúðrasveitarinnar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Desenzano á Ítalíu í júní 2019

Hinir árlegu hausttónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14:00.

Á efnisskránni verður tónlist úr ýmsum áttum, meðal annars eftir Leonard Bernstein, Astor Piazzolla, Chick Corea, Thorbjörn Egner og Gerald Finzi. Einnig verður flutt glæný útsetning lúðrasveitarfélagans Eiríks Rafns Stefánssonar á Austurstræti eftir Þórhall Sigurðsson (Ladda).

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2000 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook.