Lúðrasveit Hafnarfjarðar 70 ára

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Desenzano á Ítalíu í júní 2019

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur 70 ára afmælistónleika í Norðurljósum, Hörpu, þriðjudaginn 19. október kl. 20:00.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar var stofnuð 31. janúar 1950 og fyllti því 70 árin í fyrra. Þar sem þá voru ekki aðstæður til að fagna blæs sveitin nú til síðbúinna afmælistónleika.

Á efnisskránni eru mestanpart gömul og ný verk samin fyrir lúðrasveit, til dæmis eftir John Philip Sousa og Philip Sparke, en einnig útsetningar af tónlist úr söngleikjum og kvikmyndum.

Miða á tónleikana er hægt að kaupa á tix.is.

Stjórnandi er Rúnar Óskarsson.

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook.