Vortónleikar lúðrasveitarinnar

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju á þriðja degi sumars; laugardaginn 21. apríl kl. 14:00.

Á efnisskránni eru mestanpart verk samin fyrir lúðrasveit, sum gömul en önnur glæný. Meðal annars verður þar að finna marsa eftir John Philip Sousa og Johannes Hansen, og nýleg verk eftir Robert Buckley, Dana Wilson og James Curnow.

Á tónleikunum munu tveir félagar úr lúðrasveitinni leika einleik; Helena Guðjónsdóttir á þverflautu og Kristinn Svavarsson á altsaxófón.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 1500 krónur. Miða má kaupa í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi eða við innganginn.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-bjórgarðinum
Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner bjórgarðinum.

Aðventutónleikar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar fyrir utan Víðistaðakirkju 29. nóvember 2014
Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 28. nóvember klukkan 14:00.

Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Leonard Bernstein, George og Ira Gershwin og Philip Sparke, auk marsa og jólatónlistar. Góðkunningi lúðrasveitaraðdáenda, John Philip Sousa, verður einnig á dagskránni.

Sérstakur gestur á tónleikunum verður Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona, sem meðal annars syngur lagið Skyfall, úr samnefndri kvikmynd um James Bond.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 1500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Athugið að það verður ekki posi á staðnum.